Fara í innihald

Uelen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Uelen is on the far easternmost tip of Rússland.
Uelen is on the far easternmost tip of Rússland.
Uelen
Uelen (Rússland)

Uelen er lítill bær í sjálfstjórnarhéraðinu Tjúkotka undir norðvestanverðum Desnjév-höfða, sem er austasti oddi Asíu, austast á Tjúktaskaga. Höfðinn er vestan við Beringssund. Bærinn er á sömu breiddargráðu og Bolungarvík. Íbúar Uelen eru um 720 manns (2010). Þorpið stendur á malareyri, sem aðskilur Norður-Íshafið að norðan og stórt lón að sunnan. Lónið er um 12 - 15 km á lengd (austur/vestur) og rúmir 2 km á breidd, en eyrin er 200 - 300 m á breidd. Uelen er frægt fyrir útskornar töflur úr þverskorinni rostungstönn og útskornar heilar tennur, en mikið er af rostungum á þessu svæði. Daglínan er á miðju Beringssundi, skammt austan við þorpið og má því segja að dagurinn byrji í Uelen.

Mynda safn[breyta | breyta frumkóða]