Fara í innihald

Samhjálp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þegar rauðnebbinn étur mítla á feld antilópunnar er dæmi um samhjálpl

Samhjálp er samspil milli tveggja eða fleiri lífvera sem verður báðum aðilum til gagns. Til dæmis eru í vömb jórturdýra fornbakteríur og ýmsar örverur aðrar sem sundra beðmi og hjálpa á annan hátt við meltinguna og þiggja í staðinn hlýju og skjól og tryggt framboð fæðu. Sumar bakteríur í görnum manna mynda ákveðin vítamín, sem nýtast bæði þeim og mönnunum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Líffræði, kjarni fyrir framhaldsskóla eftir Örnólf Thorlacius bls. 104.
  • Jón Már Halldórsson. „Hvað er samlífi, gistilífi, samhjálp og sníkjulíf dýra?“. Vísindavefurinn.