Fara í innihald

Eric Prydz

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eric Prydz

Eric Prydz (fæddur 19. júlí 1976) er sænskur plötusnúður og tónlistarmaður. Smáskífan hans Call on me, sem kom út árið 2004, komst í efsta sæti breska vinsældarlistans.

Call on Me[breyta | breyta frumkóða]

Lagið er byggt á lagi Steve Winwood Valerie sem kom út árið 1982 og var endurútgefið 1987. Steve aðstoðaði Eric við að endurhljóðrita sönginn til að fella að nýju útgáfunni af laginu.

Myndbandið[breyta | breyta frumkóða]

Myndbandið við lagið sýnir hóp aerobic-iðkenda í líkamsræktarstöð undir handleiðslu kvenkennara. Myndbandið er allt á kynferðislegu nótunum, og er sagt líkjast líkamsræktarstöðvar-atriði í myndinni Perfect (1985) með þeim John Travolta og Jamie Lee Curtis.

Grínútgáfa hefur verið gerð af myndbandinu og sýnir hún karlmenn stunda iðju kvennana í upprunalegu útgáfunni og karlkennara. Einnig hafa hermenn í bandaríska hernum gert myndband, þar sem þeir leika líkamsræktarkempurnar.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]