Dönsku Austur-Indíur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af nýlendum Dana í Suður-Asíu.

Dönsku Austur-Indíur (danska: Dansk Ostindien) er samheiti yfir danskar nýlendur í Suður-Asíu. Þær helstu voru bærinn Tharangambadi (áður Trankebar) þar sem nú er indverska fylkið Tamil Nadu, Serampore þar sem nú er Vestur-Bengal, og Níkóbareyjar. Danir hugðust komast yfir hluta af hinni ábatasömu kryddverslun í valdatíð Kristjáns 4. og stofnuðu Danska Austur-Indíafélagið. Lengst af var tap á rekstri félagsins og nýlendurnar voru undirfjármagnaðar og illa stjórnað. Loks seldu Danir þær til Breta á 19. öld, síðast Níkóbareyjar sem Bretar innlimuðu árið 1869.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.