Fara í innihald

Barnaveiki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Barnaveiki getur valdið mjög mikilli hálsbólgu.

Barnaveiki (diptheria) er smitsjúkdómur af völdum bakteríunnar Corynebacterium diphtheriae. Einkenni geta verið mild eða mjög alvarleg og koma fram 2 til 5 dögum eftir sýkingu. Einkennin koma fram smám saman og byrja sem hálsbólga og hiti. Í alvarlegum tilfellum myndast grá eða hvít skán í kokinu. Þessi skán getur valdið erfiðleikum við öndun og sjúklingar fá ljótan hósta. Hálseitlarnir (stundum ranglega kallaðir hálskirtlar) þrútna út vegna bólgunnar. Í alvarlegustu tilfellum breiðist bakterían út og leiðir af sér bólgu í hjartavöðvanum, bólgu í taugum, nýrnavandamála, og storknunarvandmála.

Sjúkdómurinn er mjög smitandi og getur smitast með snertingu eða í gegnum loft. Sumir hafa bakteríuna í sér án þess að fá sýkingu.

Sjúkdómurinn var algengur í börnum hér áður fyrr, en eftir að tekið var að bólusetja börn gegn honum 1941 eru einungis nokkur þúsund tilfelli á ári í heiminum öllum. Bóluefnið fyrir barnaveiki er gefið ásamt bóluefninu fyrir stífkrampa og kíghósta. Til að fá fram góða vörn er bólusett þrisvar eða fjórum sinnum í æsku og svo aftur á 10 ára fresti eftir það.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.