Fara í innihald

Knapaknattleikur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Póló)

Knapaknattleikur einnig nefnd hesthokkí, er hópíþrótt sem leikin er af hestbaki. Leikmenn skora með því að skjóta litlum plast eða tré knetti í mark andstæðingsins með langri kylfu. Hvort lið samanstendur af fjórum leikmönnum. Hver leikur er um tveggja klukkustunda langur og spilaður á 270 metra löngum og 150 metra breiðum grasvelli. Stundum er reglum hnikað til lítið eitt til dæmis fækkað niður í þrjá vegna plássleysis eða hafður stærri bolti sem auðveldara er að ná til.

Atvinnumanndeildir er að finna í 16 löndum. Íþróttin var fyrrum leikin á ólympíuleikunum en er það ekki lengur.

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.