Fara í innihald

Jón Gentleman

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Jón Gentilmaður)
Ystiklettur við innsiglinguna

Jón Gentleman eða Jón Gentilmaður (d. 1617), sem hét réttu nafni James Gentleman og var frá Southwold í Englandi, var sjóræningi og ribbaldi sem rændi ásamt félaga sínum William Clark í Vestmannaeyjum sumarið 1614.

Í júnímánuði kom til Vestmannaeyja stórt og vígbúið sjóræningjaskip undir stjórn tveggja Englendinga, þeirra Gentlemans og Clarks. Þeir settust upp í Heimaey, rændu þar og rupluðu í 28 daga skv. kvæði séra Jóns Þorsteinssonar píslavottar, völsuðu um og ógnuðu fólki með hnífum og byssum. Meðal þess sem þeir stálu var kirkjuklukkan í Landakirkju.

Örlög sjóræningjanna urðu þau að þeir voru teknir höndum í Englandi nokkru síðar, dregnir fyrir dóm og hengdir, meðal annars fyrir ránið í Vestmannaeyjum, en Danakonungur hafði skrifað Jakob 1. Englandskonungi kvörtunarbréf vegna ránanna.

Eyjamenn endurheimtu þó kirkjuklukkuna því Jakob 1. lét senda hana til baka, en áletrun á klukkunni gaf til kynna hvaðan hún var.

Séra Jón Þorsteinsson píslarvottur, sem drepinn var í Tyrkjaráninu, hélt því fram að Vestmannaeyingar hefðu kallað ránin yfir sig sjálfir með óguðlegu líferni og orti kvæði um atburðina.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Tyrkjaránið 1627
  • Helgi Þorláksson: Sjórán og siglingar. Mál og menning, Reykjavík 1999.