Forsetakosningar á Íslandi 1996

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Forsetakosningar 1996)

Forsetakosningar 1996 voru hinar íslensku forsetakosningar sem fóru fram þann 29. júní[1] árið 1996. Fimm frambjóðendur gáfu kost á sér þau Ástþór Magnússon stofnandi Friðar 2000, Guðrún Agnarsdóttir læknir og fyrrverandi þingkona Kvennalistans, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, Ólafur Ragnar Grímsson þingmaður Alþýðubandalagsins og fyrrverandi fjármálaráðherra og Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardómari. Guðrún Pétursdóttir var fyrst frambjóðendanna til að tilkynna framboð í febrúar 1996 en dró framboð sitt síðan til baka þann 19. júní eða tíu dögum fyrir kosningar. Var nafn hennar því ekki á kjörseðlum en umdeilt var hvort sú ákvörðun kjörstjórnar ætti sér stoð í lögum. Niðurstaða kosninganna varð sú að Ólafur Ragnar Grímsson var kosinn forseti.

Úrslit[breyta | breyta frumkóða]

FrambjóðandiAtkvæði%
Ólafur Ragnar Grímsson68.37041,38
Pétur Kr. Hafstein48.86329,57
Guðrún Agnarsdóttir43.57826,37
Ástþór Magnússon Wium4.4222,68
Samtals165.233100,00
Gild atkvæði165.23398,74
Ógild atkvæði6320,38
Auð atkvæði1.4690,88
Heildarfjöldi atkvæða167.334100,00
Kjósendur á kjörskrá194.70585,94
Heimild: Hagstofa Íslands

Heimild[breyta | breyta frumkóða]


Fyrir:
Forsetakosningar 1988
Forsetakosningar Eftir:
Forsetakosningar 2004
  1. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/260256/