Fara í innihald

Forsetakosningar á Íslandi 1952

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Forsetakosningar 1952)

Forsetakosningar 1952 á Íslandi fóru fram þann 29. júní og voru þær fyrstu þar sem allt kosningabært fólk á Íslandi gat kosið sér forseta en Sveinn Björnsson fyrsti forseti Íslands var kosinn af Alþingi á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum árið 1944.

Þrír menn voru í framboði, þeir Ásgeir Ásgeirsson alþingismaður og fyrrverandi forsætisráðherra, sr. Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur og vígslubiskup og Gísli Sveinsson forseti sameinaðs Alþingis. Niðurstaðan varð sú að Ásgeir var kosinn forseti með 46,7% atkvæða.

Kosningaúrslit[breyta | breyta frumkóða]

FrambjóðandiAtkvæði%
Ásgeir Ásgeirsson32.92448,26
Bjarni Jónsson31.04545,50
Gísli Sveinsson4.2556,24
Samtals68.224100,00
Gild atkvæði68.22496,84
Ógild atkvæði2830,40
Auð atkvæði1.9402,75
Heildarfjöldi atkvæða70.447100,00
Kjósendur á kjörskrá85.87782,03
Heimild: Hagstofa Íslands