Fara í innihald

Domino's Pizza

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Dominos Pizza)
Merki fyrirtækisins.

Dominos Pizza oftast kallað Dominos er bandarísk skyndibitakeðja sem selur pítsur. Hún var stofnuð árið 1960. Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Domino's Farms Office Park í Ann Arbor, Michigan.

Árið 1960 tóku Tom Monaghan og bróðir hans, James, yfir rekstur DomiNick's, lítillar pizzustaðakeðju sem hafði verið í eigu Dominick DiVarti.

Dominos á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta verslun Dominos Pizza á Íslandi var opnuð þann 16. ágúst 1993 að Grensásvegi 11 í Reykjavík.[1] Domino’s Pizza rekur 24 verslanir hér á landi. Tólf þeirra eru í Reykjavík, ein í Garðabæ, Mosfellsbæ og tvær í Kópavogi, Hafnarfirði og í Reykjanesbæ. Auk þess er einn staður á Akureyri, Akranesi og á Selfossi.

Auk þessara 24 verslana rekur Dominos hráefnavinnslu, birgðastöð fyrir verslanir fyrirtækisins og þjónustuver.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Domino's Pizza“. Domino's Pizza. Sótt 30. október 2019.