Fara í innihald

Hvannir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Angelica)
Líka er til íslenska mannsnafnið Hvönn. Hvönn getur einnig vísað til ætihvannar.
Hvönn
Geithvönn (Angelica sylvestris)
Geithvönn (Angelica sylvestris)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sveipjurtabálkur (Apiales)
Ætt: Sveipjurtaætt (Apiaceae)
Ættkvísl: Angelica
L.
Tegundir

Um 50 tegundir; sjá grein

Hvönn (fræðiheiti: Angelica) er ættkvísl jurta af sveipjurtaætt sem lifa á norðurhveli jarðar. Hvannir verða um 1-2 metrar á hæð með stór lauf og stóran blómsveip með hvítum eða grænleitum blómum.

Um hvönnina í Látrabjargi[breyta | breyta frumkóða]

Hvönn var mikið notuð til manneldis hér áður fyrr. Eggert Ólafsson skrifar um hvönnina í Látrabjargi og segir:

Í Látrabjargi eru jurtastóð, því að jarðvegur er þar rakur og frjór á skeiðum og í sprungum, en sólarhitinn knýr plönturnar til mikils vaxtar. Hvönn vex þar alls staðar og verður þar sums staðar svo stórvaxin, að fullorðinn karlmaður getur stungið handleggnum inn í stöngulholið. Hvönn er árlega skorin til heimilisnota þar úr nágrenninu. Til sönnunar því að jurt þessi hafi verið notuð mikið fyrr á tímum og verið eftirsótt, er gjafabréf á skinni í eign Sauðlauksdalskirkju, þar sem kirkjunni er gefinn árlegur hvannskurður í Látrabjargi, svo mikið sem 6 menn skera (vafalaust) á einum degi og einn maður á sex dögum.

Nokkrar tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvers vegna vex svona mikil hvönn í kringum fyrrum mannabústaði í Aðalvík og á Hornströndum?“. Vísindavefurinn.
  • Um hvannir og hvannaneyslu; grein í Ársriti Rækturnarfélagi Norðurlands 1962
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.