Listasafn Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hafnarhúsið við Tryggvagötu.
Kjarvalsstaðir á Klambratúni.

Listasafn Reykjavíkur er listasafn í eigu Reykjavíkurborgar. Starfsemi safnsins fer fram á þremur stöðum í borginni; Ásmundarsafni við Sigtún, Hafnarhúsi við Tryggvagötu og Kjarvalsstöðum við Flókagötu. Listasafn Reykjavíkur varðveitir listaverkaeign Reykjavíkurborgar. Listaverkaeignin samanstendur af sérsöfnum listaverka sem eru merkt Ásmundi Sveinssyni, Erró og Jóhannesi S. Kjarval, byggingarlistarsafni og almennri listaverkaeign borgarinnar, þ.m.t. útilistaverkum.[1] Þar að auki eru oft settar upp í því sérstakar sýningar á öðrum verkum.

Vísir að Listasafni Reykjavíkur varð til 9. febrúar 1954 þegar Ragnar í Smára gaf borginni sjö málverk og eina höggmynd, í tilefni af fimmtugsafmæli sínu. Jóhannes Sveinsson Kjarval ánafnaði borginni hluta safns síns árið 1968, og Kjarvalsstaðir voru opnaðir 1973. Ekki var þó almennt farið að nota heitið „Listasafn Reykjavíkur“ fyrr en á 9. áratug 20. aldar, sérstaklega eftir að myndlistarmaðurinn Ásmundur Sveinsson lést 1983, en hann ánafnaði borginni listaverkasafn sitt. Myndlistarmaðurinn Erró gaf borginni svo um 2000 verk árið 1989. Aðalskrifstofur Listasafns Reykjavíkur eru í Hafnarhúsinu sem var opnað árið 2000.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. [1] Geymt 21 júlí 2006 í Wayback Machine

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]