Fara í innihald

Kiðagil

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kiðagil er þröngt klettagil við norðurmörk Sprengisands og áningarstaður og byrjunarstaður fólks sem fór fornu Sprengisandsleiðina. Kiðagilsá fellur um grunnt daldrag, Kiðafellsdrög og steypist ofan í Kiðagil og rennur áfram út í Skjálfandafljót. Kiðagil sést ekki af bílveginum sem nú er yfir Sprengisand.

Kvæðið Sprengisandur eftir Grím Thomsen endar á ljóðlínunni: "Vænsta klárinn, vildi ég gefa til; að vera kominn ofan í Kiðagil".

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]