Forsetakosningar á Íslandi 2024

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forsetakosningar á Íslandi 2024 munu fara fram 1. júní 2024. Sitjandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, sem setið hefur tvö kjörtímabil sem forseti Íslands gaf ekki kost á sér til endurkjörs og er því ljóst að nýr forseti verður kjörinn, sá sjöundi frá stofnun lýðveldisins. Kjörtímabil nýkjörins forseta hefst 1. ágúst 2024.

Framkvæmd

Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er forseti er kjörinn í beinum leynilegum kosningum af þeim sem kosningarrétt hafa í alþingiskosningum. Sá sem fær flest atkvæði í kosningunum telst rétt kjörinn forseti.

Þessar forsetakosningar eru þær fyrstu sem fara fram samkvæmt nýjum kosningalögum sem samþykkt voru árið 2021 og gilda um allar kosningar á Íslandi, en áður giltu sérstök lög um forsetakosningar. Helsta nýbreytnin í nýju kosningalögunum eru að forsetakosningar fara framvegis fram fyrsta laugardag í júní, en þó ekki ef það er laugardagurinn fyrir hvítasunnudag, þá skulu kosningarnar fara fram einni viku síðar, en samkvæmt eldri lögum var miðað við seinasta laugardag í júní. Framboðsfrestur var til hádegis 26. apríl og átti kjörskrá einnig liggja fyrir þann sama dag. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 2. maí hjá sýslumönnum.[1]

Til að vera í framboði þarf forsetaefni að skila inn að lágmarki 1500 en að hámarki 3000 meðmælum frá kjósendum sem þurfa að koma úr öllum landsfjórðungum í samræmi við hlutfallslega skiptingu kjósenda á milli þeirra. Í forsetakosningunum 2020 var í fyrsta skipti leyft með sérstakri lagabreytingu að meðmælum væri safnað rafrænt en það var gert sérstaklega með vísan til heimsfaraldurs COVID-19. Með nýju kosningalögunum frá 2021 var þó gert ráð fyrir að rafræn söfnun meðmæla yrði í boði til frambúðar. Opnað var fyrir rafræna söfnun meðmæla á vefnum Island.is þann 1. mars 2024. Þar gátu frambjóðendur stofnað meðmælasöfnun og kjósendur gátu skráð meðmæli með frambjóðendum með rafrænum skilríkjum sínum. Mun fleiri einstaklingar stofnuðu meðmælasöfnun með þessum hætti en þeir sem gáfu út nokkra opinbera tilkynningu um framboð.

Landskjörstjórn tók við framboðum í Hörpu á milli kl. 10 og 12 föstudaginn 26. apríl. Tólf frambjóðendur mættu þar í eigin persónu til að skila inn framboði sínu en Kári Vilmundarson Hansen skilaði sínu framboði með rafrænum hætti.[2] Við yfirferð meðmælalista kom í ljós að frambjóðendurnir Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Eiríkur Ingi Jóhannsson og Helga Þórisdóttir höfðu ekki nægan fjölda meðmæla og var þeim veittur frestur til kl. 17 á laugardeginum 27. apríl til að bæta úr því. Öll náðu þau að bæta úr því fyrir lok frestsins.[3]

Frambjóðendur

Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, tilkynnti í nýársávarpi sínu 1. janúar 2024 að hann yrði ekki í framboði eftir átta ára setu í embættinu.[4] Nokkrir frambjóðendur komu fram fljótlega eftir það en flest framboðin komu þó fram eftir miðjan marsmánuð.

Hér að neðan er fjallað um framboð þeirra sem tilkynntu sérstaklega um framboð sitt þannig að um það hafi verið fjallað af fjölmiðlum. Auk neðangreindra stofnuðu fjölmargir meðmælasöfnun á vefnum Island.is án þess að gera nokkuð annað til að kynna framboð sitt. Í einhverjum tilfellum stofnuðu einstaklingar slíka meðmælasöfnun fyrir mistök.[5] Þann 26. apríl voru 82 einstaklingar með virka rafræna meðmælasöfnun og enn fleiri höfðu áður verið með slíka söfnun í gangi en lokað henni.

Skiluðu inn framboðum

Ellefu framboð voru metin gild af Landskjörstjórn en þrettán skiluðu inn. Það eru fleiri frambjóðendur en áður hafa sést í forsetakosningum á Íslandi.

Frambjóðandi Titill Meðmælum náð Lýst yfir framboði Heimildir
Arnar Þór Jónsson Hæstaréttarlögmaður 3. janúar 2024 [6]
Ásdís Rán Gunnarsdóttir Fyrirsæta 3. janúar 2024 [7][8]
Ástþór Magnússon Viðskiptamaður og stofnandi Friðar 2000 3. janúar 2024 [9]
Halla Tómasdóttir Rekstrarhagfræðingur 17. mars 2024 [10]
Baldur Þórhallsson Prófessor í stjórnmálafræði 20. mars 2024 [11]
Kári Vilmundarson Hansen Plötusnúður Nei 22. mars 2024 [12]
Helga Þórisdóttir Forstjóri Persónuverndar 27. mars 2024 [13]
Viktor Traustason Hagfræðingur Nei 30. mars 2024 [14]
Jón Gnarr Leikari og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur 2. apríl 2024 [15]
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Leikkona 4. apríl 2024 [7][16][17]
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra Íslands 5. apríl 2024 [18]
Eiríkur Ingi Jóhannsson Sjómaður 6. apríl 2024 [19]
Halla Hrund Logadóttir Orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard-háskóla 7. apríl 2024 [20]

Skiluðu ekki inn framboðum

Eftirtaldir átta aðilar höfðu tilkynnt framboð til fjölmiðla og skráð sig i framboð á Island.is en skiluðu ekki inn framboði áður en framboðsfrestur rann út. Þess ber að geta að sextíu og einn aðili til viðbótar var með virka skraningu á island.is áður en framboðsfrestur rann út, en höfðu ekki tilkynnt til fjölmiðla sérstaklega að þeir væru í framboði.[21]

Frambjóðandi Titill Meðmælum náð Lýst yfir framboði Heimildir
Axel Pétur Axelsson Hlaðvarpsstjórnandi og samsæriskenningarmaður Nei 31. desember 2023 [22][23]
Sigríður Hrund Pétursdóttir Fjárfestir og fyrrverandi formaður Félags kvenna í atvinnulífinu Nei 12. janúar 2024 [24]
Agnieszka Sokolowska Verkefnastjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu Nei 1. mars 2024 [25]
Húni Húnfjörð Viðskiptafræðingur Nei 2. mars 2024 [26][7]
Angela Snæfellsjökuls Rawlings Listamaður Nei 21. mars 2024 [7][27]
Guðni Þór Þránd­ar­son Efnafræðingur Nei 21. mars 2024 [28]
Guðbergur Guðbergsson Fasteignasali Nei 22. mars 2024 [29][30]
Guðmundur Felix Grétarsson Rafveituvirki Nei 3. apríl 2024 [31]

Aflýst framboð

Eftirtaldir aðilar lýstu yfir framboði til forseta í fjölmiðlum en drógu síðan framboð sín til baka áður en framboðsfrestur rann út.

Frambjóðandi Titill Lýsti yfir framboði Hætti við framboð Upplýsingar Heimildir
Halldór Laxness Halldórsson Skemmtikraftur 1. janúar 2024 6. janúar 2024 Þann 2. janúar ákvað Halldór að skilyrða framboðið sitt við eldgos á Reykjanesi þann 6. janúar 2024, það er að segja að ef að gjósa myndi þann dag, myndi hann fara í framboð, sem gerðist ekki. [32][33]
Tómas Logi Hallgrímsson Björgunarsveitarmaður 5. janúar 2024 20. mars 2024 20. mars tók Tómas Logi framboð sitt til baka vegna fárra undirskrifta og lýsti í kjölfarið yfir stuðningi við framboð Baldurs Þórhallssonar. [34][35]
Búi Baldvinsson Kvikmyndagerðarmaður 2. mars 2024 8. mars 2024 Búi tilkynnti framboð sitt á Facebook síðu sinni 2. mars en tók færsluna út og fjarlægði meðmælasöfnun sína 8. mars. [36][37]
Snorri Óttarsson Húsasmiður 4. mars 2024 3. apríl 2024 Snorri stofnaði til meðmælasöfnunar 4. mars en fjarlægði hana 3. apríl. [37][38]
Margrét Friðriksdóttir Fjölmiðlakona 22. mars 2024 28. mars 2024 Margrét stofnaði meðmælalista 22. mars en 28. mars tók hún meðmælalistann til baka vegna fjölda frambjóðanda og vegna þess að það var aldrei nein alvara með framboði hennar. [37][39][40]

Mögulegir frambjóðendur sem buðu ekki fram

Ýmis önnur nöfn voru nefnd í þjóðarumræðunni um mögulega frambjóðendur, þar á meðal voru Dagur B. Eggertsson, Davíð Oddsson, Bjarni Benediktsson, Eva María Jónsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Magnús Geir Þórðarson, Róbert Spanó, Svafa Grönfeldt, Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Fannar Jónasson, Óttarr Proppé, Gerður Kristný Guðjónsdóttir, Stefán Eiríksson, Haraldur Þorleifsson, Lilja Alfreðsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Andri Snær Magnason, Pawel Bartoszek, Þóra Arn­órs­dótt­ir, Þorgrím­ur Þrá­ins­son og Al­freð Gísla­son öll í umræðunni.

Tilvísanir

  1. „Mikilvægar dagsetningar fyrir forsetakosningar“. Landskjörstjórn á Ísland.is. Sótt 28. apríl 2024.
  2. Árni Sæberg. „Þrettánda nafnið bætist við“. Vísir.is. Sótt 28. apríl 2024.
  3. „Landskjörsstjórn til­kynnir á morgun hvaða listar eru gildir“. Vísir.is. Sótt 28. apríl 2024.
  4. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir (1. janúar 2024). „Guðni býður sig ekki fram á ný“. RÚV. Sótt 1. janúar 2024.
  5. Á annan tug óvart í forsetaframboð Rúv, sótt 21 mars 2024
  6. „Arnar Þór býður sig fram til forseta“. www.mbl.is. Sótt 3. janúar 2024.
  7. 7,0 7,1 7,2 7,3 „Meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð 2024 | Ísland.is“. island.is. Sótt 3. mars 2024.
  8. Óskarsdóttir, Svava Marín (1. apríl 2024). „Glamúr, glæsikerra og einkaþota á Bessa­staði - Vísir“. visir.is. Sótt 18. mars 2024.
  9. Róbert Jóhannsson (3. janúar 2024). „Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta“. RÚV. Sótt 3. janúar 2024.
  10. Halla Tómasdóttir býður sig fram til forseta Rúv, 17/3 2024
  11. Kristjánsson, Alexander (20. mars 2024). „Baldur Þórhallsson býður sig fram til forseta - RÚV.is“. RÚV. Sótt 20. mars 2024.
  12. „Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt“. DV. 26. apríl 2024. Sótt 29. apríl 2024.
  13. „Helga Þórisdóttir býður sig fram til forseta - RÚV.is“. RÚV. 27. mars 2024.
  14. „Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skoða“. www.facebook.com. Sótt 29. apríl 2024.
  15. „Jón Gnarr tilkynnir forsetaframboð - RÚV.is“. RÚV. 2. apríl 2024.
  16. Bjarnar, Jakob (4. mars 2024). „Steinunn Ó­lína komin á lista yfir for­seta­efni - Vísir“. visir.is. Sótt 3. apríl 2024.
  17. Grettisson, Valur (4. apríl 2024). „Steinunn Ólína gefur kost á sér - RÚV.is“. RÚV. Sótt 5. apríl 2024.
  18. RÚV, Fréttastofa (5. apríl 2024). „Katrín segir tíma sinn í stjórnmálum liðinn - RÚV.is“. RÚV. Sótt 5. apríl 2024.
  19. Jósefsdóttir, Sólrún Dögg (4. júní 2024). „Lifði af sjó­slys og tekur nú forsetaslaginn - Vísir“. visir.is. Sótt 7. apríl 2024.
  20. „Halla Hrund Logadóttir býður sig fram til forseta“. RÚV. 7. apríl 2024. Sótt 7. apríl 2024.
  21. Lua villa: bad argument #2 to 'formatDate': invalid timestamp '2024-nil-05'
  22. „Axel Pétur - Framboð til forseta Íslands“. brotkast.is. 31. desember 2023. Sótt 31. desember 2023.
  23. Bjarnar, Jakob (2. janúar 2024). „Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem for­seta­fram­bjóð­endur - Vísir“. visir.is. Sótt 2. janúar 2024.
  24. „Sigríður Hrund býður sig fram til forseta - Vísir“. visir.is. 12. janúar 2024. Sótt 12. janúar 2024.
  25. „Nýr forsetaframbjóðandi stígur fram - Vísir“. visir.is. 1. mars 2024. Sótt 1. mars 2024.
  26. Pálsson, Magnús Jochum (3. mars 2024). „Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gor­kúlur á haug - Vísir“. visir.is. Sótt 3. mars 2024.
  27. „Angela Rawlings“, Wikipedia (enska), 19. mars 2024, sótt 22. mars 2024
  28. Hlynsdóttir, Erla (23. mars 2024). „Eignuðust sjö börn á tíu árum“. Heimildin. Sótt 10. apríl 2024.
  29. „Guðbergur býður sig fram til forseta - Mun minnka við sig ef hann flytur til Bessastaða“. DV. 11. apríl 2024. Sótt 12. apríl 2024.
  30. „Framboðsyfirlýsing“. Facebook. Guðbergur Guðbergsson. 22. mars 2024. Sótt 12. apríl 2024. „Elsku vinir og kunningjar. Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram til forseta íslands. Væri þakklátur að fá ykkar stuðning í þessari baráttu.
  31. Sæberg, Árni (4. mars 2024). „Guð­mundur Felix býður fram krafta sína - Vísir“. visir.is. Sótt 3. apríl 2024.
  32. Bjarnar, Jakob (2. janúar 2024). „Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem for­seta­fram­bjóð­endur - Vísir“. visir.is. Sótt 2. janúar 2024.
  33. „X færsla @doridna“. 2. janúar 2024.
  34. Magnús Jochum Pálsson (3. janúar 2024). „Tómas Logi býður sig fram til forseta“. Vísir. Sótt 5. janúar 2024.
  35. Sæberg, Árni (20. mars 2024). „Dregur fram­boðið til baka vegna fárra undir­skrifta - Vísir“. visir.is. Sótt 20. mars 2024.
  36. Pálsson, Magnús Jochum (3. mars 2024). „Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gor­kúlur á haug - Vísir“. visir.is. Sótt 3. mars 2024.
  37. 37,0 37,1 37,2 „Meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð 2024 | Ísland.is“. island.is. Sótt 3. mars 2024.
  38. „Snorri vill sjá skemmtigarð eins og Lególand opna á Íslandi - Alveg til í að fjármagna það með afgangi af launum sínum sem forseti“. DV. 22. mars 2024. Sótt 22. mars 2024.
  39. Sverrisson, Ólafur Björn (23. mars 2024). „Margrét Frið­riks safnar undir­skriftum til að kanna á­hugann - Vísir“. visir.is. Sótt 23. mars 2024.
  40. Pétursson, Vésteinn Örn (28. mars 2024). „Hætt við fram­boð og vonast eftir þjóð­hollum og guð­ræknum for­seta - Vísir“. visir.is. Sótt 30. mars 2024.
  41. „Björgvin Páll útilokar ekki forsetaframboð“. www.mbl.is. Sótt 18. apríl 2024.
  42. Sæberg, Árni (2. febrúar 2024). „Björg­vin Páll eyðir ó­vissunni - Vísir“. visir.is. Sótt 18. apríl 2024.
  43. „Björn Zoëga íhugar forsetaframboð“. www.mbl.is. Sótt 18. apríl 2024.
  44. „Björn hvorki á leið heim né á Bessastaði“. www.mbl.is. Sótt 18. apríl 2024.
  45. Pálsson, Magnús Jochum (1. júní 2024). „Hlynur Jóns­son leggst undir for­seta­feld - Vísir“. visir.is. Sótt 18. apríl 2024.
  46. „X-færsla Hlyns Jónssonar“.
  47. „Eyjólfur íhugar forsetaframboð“. www.mbl.is. Sótt 18. apríl 2024.
  48. „Eyjólfur ætlar ekki að bjóða sig fram“. www.mbl.is. Sótt 18. apríl 2024.
  49. Ragnarsson, Rafn Ágúst (27. febrúar 2024). „Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði - Vísir“. visir.is. Sótt 18. apríl 2024.
  50. Ísleifsson, Atli (4. ágúst 2024). „Alma fer ekki fram - Vísir“. visir.is. Sótt 18. apríl 2024.
  51. „Ólafur Jóhann: „Ég legg við hlustir". www.mbl.is. Sótt 18. apríl 2024.
  52. Sigþórsson, Atli (14. mars 2024). „Ólafur Jóhann fer ekki í forseta-framboð - RÚV.is“. RÚV. Sótt 18. apríl 2024.
  53. Jósefsdóttir, Sólrún Dögg (3. júní 2024). „Salvör Nor­dal í­hugar forsetaframboð - Vísir“. visir.is. Sótt 18. apríl 2024.
  54. „Salvör fer ekki í framboð“. www.mbl.is. Sótt 18. apríl 2024.
  55. Pálsson, Magnús Jochum (29. mars 2024). „Stuðmaður leggst undir feldinn - Vísir“. visir.is. Sótt 18. apríl 2024.
  56. „Mun ekki gefa kost á sér“. www.mbl.is. Sótt 18. apríl 2024.