Bangví

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Samsett mynd frá Bangví.

Bangví (sango: Bangî) er stærsta borg og höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins. Íbúafjöldi borgarinnar er rúmlega 800.000 (2021) en tæplega 1,5 milljónir búa á höfuðborgarsvæðinu. Borgin var stofnuð af Frökkum árið 1889 og dregur nafn sitt af Ubangi-fljóti (Oubangui á frönsku), en borgin stendur á norðurbakka fljótsins. Nafn fljótsins er dregið af bangíska orðinu yfir flúðirnar sem eru í fljótinu á þessum stað og hindra bátaumferð. Bangui M'Poko-alþjóðaflugvöllurinn er 7 km norðvestan við borgina.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.