Fara í innihald

Ég er

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég er er tónleikaplata með íslenska tónlistarmanninum Bubba Morthens sem kom út 6. október 1991. Platan inniheldur upptökur frá ýmsum tónleikum Bubba. Bubbi var á þessum tíma nýbyrjaður í hljómsveitinni GCD með Rúnari Júlíussyni, en pása var gerð á hljómsveitinni svo hann gæti tekið upp Ég er. Platan var síðasta plata Bubba til að koma út á vínyl áður en að platan Fjórir naglar kom út 6. júní sautján árum síðar.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Plata eitt: A-hlið

  • Syneta
  • Silfraður bogi
  • Sumarið 68
  • Rómantík nr. 19
  • Háflóð
  • Stál og hnífur
  • Sonnetta
  • Blóðbönd

Plata eitt: B-hlið

  • Þarafrumskógurinn (nýtt lag)
  • Aldrei fór ég suður
  • Ísbjarnarblús
  • Segulstöðvarblús